Kroppsstaðir í Skálavík í Hólshreppi

Nr. 262,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
með að rétt landamerki á jörðinni Kroppsstaðir í Skalavík í Holshreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 
séu eftir því, sem hér greinir: 
1. Milli Kroppsstaða og Meirahrauns er rauður steinn, er stendur á holti í svo kölluðum Kötlum, 
og sjónhending frá honum í Hraunagarða enda norðan vert við Hraunsá, og aftur upp frá honum 
í stekk og þaðan beint til brunar, í ytra horn á Kroppsstaðahorni 
2. Milli Meiribakka og Kroppsstaða skilur vatnsfall, er nefnist Kroppsstaðaá er rennur úr svo 
kallaðri Skál og í Lónsá [svo] 
3. Milli Breiðabóls aðskilur Langá að Gýgjarholti. Þar við taka eyrar, er kallaðar eru 
Kroppsstaðaeyrar og liggja Breiðabólsmegin fram með ánni að keldu er liggur svona c. 10. 
metra frá því er Hraunsá fellur í Langá. Takmörk að ofan á greindum eyrum er kelda og lækur 
er liggja með misjöfnu millibili frá ánni Eyrar þessar, hafa frá ómunatíð fylgt jörðinni 
Kroppsstaðir, en með hverju móti þær hafa í byrjun fallið undir greinda jörð er eigi hægt að 
fullyrða hér 
Forráðamaður Kroppsstaða 
Halldór G.H. Pálmason. 
Eigandi Meirahrauns Júlíus Hjaltason 
Ábúandi Meiribakka Kristján Erlendsson. 
Eigandi Meiribakka Páll Josuason 
– „ – – „ – Benedikt Bjarnason 
Enginn af eigendum eða forsvarsmönnum Breiðabóls hefir ritað samþykki sitt á 
landamerkjaskrá þessa, en allir aðrir hlutaðeigendur hafa skrifað undir hana. 
Bolungarvík 27/6 1921 
Jóhann Bárðarson (hreppstjóri). 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Bolungarvík 4/7 1922. Gjald 4 – fjórar krónur
Kort