Uppskrift
1. Kambanes á land frá svo kölluðum Landamerkjasteini Merktum L.M., er liggur utanhalt við
svo kallaðan Grjótstekk í Seyðisfirði, beina sjónhendingu til fjallsbrúnar, kringum Kambsnes
og inn með Álftafirði að austanverðu í svokallaða Innstu urð, er nær rétt að kalla til sjávar. Þar
tekur við svo kallað Kirkjuland eign Eyrarkirkju En samningar frá gamalli tíð um að Kambsnes
hafi öll afnot Kirkjulandsins inn að svo kölluðum Hamri og liggur í sjó fram á Sjótúnahlíð, til
beitar og slægna gegn því að Eyrarbóndi hafi fría beit út undir Kambsnes.
Til staðfestu undirrituð nöfn jarðeigenda
Súðavík 30 Júní 1921
Grímur Jonsson
Jón Guðmundsson.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Súðavík 29/6 1922 Gjald 4 – fjórar krónur –