Uppsalir í Súðavíkurhreppi

Nr. 259,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Fyrir utan milli Uppsala og Eyrar skiftir löndum varða upphlaðin á bokkunum. Sjónhending í 
stóran stein, sem heitir Grasteinn og sjónhending í urðarfótinn, sem nær lengst niður og er 
innantil við Bæjarhjallana. 
Á Grjótdal: Klopp í klettum við ána merkt L.M. Varða á hjallanum fyrir utan smalaskálaholtið, 
þar um bein sjónhending í 3 steina ofan til í miðri hlíðinni. Þar fyrir framan skilur Uppsalaá 
lönd til fjalls 
Innan: Millum Uppsala og Kleifa skiftir löndum lækur, sem rennur frá fjallsbrún niður í fjöru 
utanvert við svokallaðar Háukleifar miðað gegnum svo kallaðan Sporð 
I júní 1921 
Rögnvaldur Guðmundsson eigandi 
Samþykkir: 
Jón Guðmundsson. 
Árni Sig. Árnason. 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Suðavík 29/6 1922 Gjald 4 – fjórar krónur –
Kort