Kleifar í Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi

Nr. 258,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Jörðin Kleifar í Súðavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu á land samkvæmt bréfi þessu: 
Vestan fjarðar, millum Uppsala og Kleifa skiftir löndum lækur sá, er rennur frá fjallsbrún niður 
utanvert við háu Kleifar niður í gegnum svokallaðan Sporð og til sjávar. 
Fyrir fjarðarbotni milli Eiðis og Kleifa skiftir löndum Silungalækur og úr Silungalæk bein lína 
yfir hjallann fyrir ofan húsin í Fjarðarhorni og meðfram girðingu í merkjavörðu á austurenda 
hjallans. Frá nefndri merkjavörðu bein lína út og upp í stein á fjallsbrún (björgum) merktur L. 
Utan fjarðar, millum Fóts og Kleifa, skiftir löndum steinn ofanvert á miðri Hrúteyri merktur 
LM þannig að vinkilrétt bein lína vísar merkin frá nefndum merkjasteini til fjalls og sjávar. 
Gjort í júnímánuði 1921 
Fyrir Uppsali: Sveinbjörn Rögnvaldsson. 
Fyrir Kleifar: Helgi Jónatansson Árni Sig. Árnason 
Fyrir Eiði: Jón Guðmundsson. 
Fyrir Fót: Sigurður Stefánsson Ólafur Þórðarson Jón Guðmundsson Bjarni Sigurðsson 
(samkv.umb. frá Theodoru Thoroddsen). 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Súðavík 29/6 1922 
Gjald 4 – fjórar krónur –
Kort