Uppskrift
Milli Hvamms og Ketilseyrar eru merkin: Við sjóinn í Svartabakka og beina línu á fjall upp,
þar sem það er hæst rétt innan við Ausu. Til frekari skýringar er á merkjalínunni hlaðnar þrjár
vörður úr grjóti, ein á sjavarbakkanum, önnur þar sem saman kemur mýrin og skriðufæturnir
og hin þriðja upp undir fjallsrótunum.
Milli Hvamms og Þingeyrar eru merkin í Ásgarð og þaðan beint upp á fjae
llið Garðurinn er
gamalt mannvirki og sést enn greinilega fyrir honum, en ekkert hefir verið gjört til að endurnýja
þau merki.
Hvammi 25. júní 1922
Jón Fr. Arason, Lárus Einarsson Finnbogi Benonýsson Jón Jónsson Jón Þórarinsson.
Samþykkir: Gísli Hjaltason Ketilseyri Þorst. Steinsson Bræðurnir Proppé Anton Proppé.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi á Þingeyri 8/7 ´22.
Gjald 4 – fjórar-krónur –