Uppskrift
Landamerki jarðarinnar eru þessi: Úr Ósárósi uppeftir ánni að Brunn
alækjarósi milli Óss og
Kirkjubóls. Þaðan eftir beinni sjónhendingu í Hrafnagjótu sunnanverða í fjallinu fyrir austan
Ós þaðan austur eftir fjallinu, eftir því sem vötnum hallar til Urðahlíðar, þar til komið er
þverbeina sjónhendingu í klett á Deildarnestánni og því næst í sjó fram.
Ósi 31 mars 1922
Þórarinn Guðmundsson eigandi Óss
Elías Júl. Eleseusson. eigandi Skóga
Jón Þórðarson eigandi Skóga
Sigurður Guðmundsson eigandi Kirkjubóls
Theodora Thoroddsen eigandi jarðarinnar Dynjandi
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Auðkúlu 11. júlí 1922. Gjald 4 – fjórar krónur –