Uppskrift
Landamerki fyrir jörðina Borg í Arnarfirði eru þessi:
Að norðanverðu ræður Hófsá landamerkjum frá upptökum til óss. Að sunnanverðu eru
landamerkin bein sjónhending úr Meðalnestá á fjall upp, þaðan eftir meðalnesfjalli og austur í
Glámufjallgarð að upptökum Hófsár alt eftir þar, sem vötnum hallar til Borgarlands
Hrafnseyri 10. januar 1922
Samkvæmt umboði Guðríðar Þorðardottur eiganda Borgar
Böðvar Bjarnason.
Samþykkur:
Reykjavík 24/2 1922
Theodora Thoroddsen
Eigandi jarðarinnar Dynjandi í Arnafirði.
p.t. Hrafnseyri 30. apríl 1922
Samþykkur:
Þórarinn Ólafsson eigandi jarðarinnar Rauðsstaða.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Auðkúlu 11. júlí 1922 Gjald 4 – fjórar krónur –