Kirkjuból í Mosdal í Auðkúluhreppi

Nr. 253,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Kirkjuból í Auðkúluhreppi eru þessi: 
Að norðanverðu: eftir beinni sjónhendingu úr Brunnalækjarósi í Hrafnagjótu. Þaðan austur eftir 
Flatafjalli austur á Dynjandiheiði kringum botninn á Kirkjubólsdal og út eftir fjallinu 
sunnanverðu dalsins, þangað sem Örnólfsgil steypist af brún, alt eftir því, sem vötnum hallar 
til Kirkjubólslands. Úr Örnólfsglju [svo] fram á brún eftir beinni sjónhendingu í ós 
Merkjalækjar. Því næst ræður áin merkjum til sjávar. Eftir sjónhendingunum eru hlaðnar 
vörður. 
Kirkjubóli 31 mars 1922 
Sigurður Guðmundsson eigandi Kirkjubóls 
Þórarinn Guðmundsson eigandi Óss 
Elías Jul. Eleseusson eigandi Skóga 
Jón Þórðarson eigandi Skóga 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Auðkúlu 11. júlí 1922. Gjald 4 – fjórar krónur –
Kort