Eiði í Hestfirði í Súðavíkurhreppi

Nr. 250,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Eyði í Súðavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu á land frá Kofunefi að innan og að svo 
nefndum Brosmusteini að utan milli Eiðis og Hests frá fjöru beina sjónhendingu til fjalls. Fyrir 
botni Seyðisfjarðar ræður merkjum Silungalækur til fjalls, og úr silungalæk bein lína út hjallann 
fyrir ofan húsin í Fjarðarhorni og meðfram girðingu í merkjavörðu á austurenda hjallans. Frá 
nefndri merkjavörðu bein lína út og upp í stein á fjallsbrún (björgum) merktur L. 
Eyrardal í júnímánuði 1921 
Jón Guðmundsson eigandi 
Samþykkur: 
Eggert Reginbaldsson 
Árni Sig. Árnason 
Sigurður Stefánsson umraðamaður Hests 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Súðavík 29/6 1922
Kort