Kaldá á Hvilftarströnd í Önundarfirði

Nr. 247,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a. Milli Kaldár og Selakirkjubóls skilur lönd svo kölluð Kaldá frá sjó og þaðan sem hún sést 
fram Kaldardal, og þaðan beina línu eftir miðjum á fjall 
b. Milli Kaldár og Hóls skilur lönd bein lína úr jarðföstum steini stórum merktum á 
sjávarbokkunum, eftir miðjum svokölluðum Markhrygg í gil í fjallinu, og svo áframhaldandi 
bein lína á fjall. 
Kaldá 10 júlí 1921 
Finnur T. Guðmundsson. 
F.h. Kristjáns Torfasonar Ásgeir Torfason. 
F.h. Málfríðar dóttur minnar sem eiganda Páll Rósinkransson 
Albert Guðmundsson. 
Guðmundur Guðmundsson. 
Kjartan Rósinkransson. 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12. júlí 1921. Gjald 2 - tvær krónur.
Kort