Efrihús í Önundarfirði

Nr. 246,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Um túnið að ofan og framan er gaddavírsgirðing Að utan lagur torfgarður, sem skilur milli 
Hests og Efrihúsatúns. Einnig er að utanverðu á Heststúninu stykki frá Efrihúsum, sem skýr 
merki liggja um. 
Slægjuland: 1. Partur úti á eyrum 2. Frá túni niður að Hestá 3. Girðispartur 4. Grafaengi 5. 
Seljaengi 6. Fremsta engi 
Óskift slægjuland eiga þessar jarðir, og á Efrihús 2/5 af því. Það er: Samvinna fremst á dalnum 
(Leitið) Samvinna heimast á dalnum og slægjur á Korpudal 
Skýr merki liggja milli slægjulands Efrihúsa Hests og Neðrihúsa. 
Sameiginlegt beitiland fyrir Efrihús Hest og Neðrihús á Hest- og Korpudal að hlutfalli við 
jarðarstærð og sem jörðin getur framleitt. 
Landamekjalína um þessar jarðir er frá fjalli til upptaka Hestár, og eftir henni miðri niður fyrir 
Neðrihús (nema hvað lítil eyri er sem Tunga á Efrihúsamegin árinnar, sem nefnd er 
Hvolpalænueyri) Fyrir utan Neðrihús upp hörðueyrar, að mestu eftir gömlum árfarvegi í Korpu. 
Eftir henni miðri til upptaka og þaðan á fjall. 
Efrihúsum 11. júlí 1921 
Guðmundur Bjarnason Hafurhesti. 
Þorvaldur Þorvaldsson Efstabóli 
Halldór Þorvaldsson Kroppsstöðum 
Jónatan Magnússon Hóli 
Jens Jensson Tungu 
Páll Rósinkransson Kirkjubóli eigandi 
Kristján B Guðleifsson Kirkjubóli eigandi 
Kjartan Rosinkransson eigandi. 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12 júlí 1921 Gjald 2 – tvær kr.
Kort