Uppskrift
Tunið er aðskilið með fornum ummerkjum frá Hestslandi.
Engjarnar, eyrar frá túninu niður í Hestá, og norðantil við túnið eftir gomlum merkjum
Á Hestdal 2. Votihvammur 3. Rjúkandi 4. Fremsta engi (Þræturimi). 5. Samvinna heimast á
dalnum 6. Samvinna fremst á dalnum (Leitið) Af þessum samvinnum á Neðrihús 1/5 móti Hesti
og Efrihúsum.
Beitiland er sameiginlegt við Hest og Efrihús á Hest- og Korpudal að hlutfalli við jarðarstærð
og sem jörðin getur framleitt
Landamerkjalína um þessar jarðir er frá fjalli til upptaka Hestár og eftir henni miðri niður fyrir
Neðrihúsaland. Þaðan eftir gomlum árfarvegi upp Hörðueyrar í Korpu Eftir henni miðri til
upptaka og þaðan á hafjall
Efrihúsum 10 júlí 1921
Kjartan Rósinkransson eigandi
Guðmundur Bjarnason Hafurhesti (Eigandi)
Þorvaldur Þorvaldsson Efstabóli (ábúandi)
Jens Jensson frá Tungu – Eigandi –
Stefán Pálsson Efrihúsum (ábúandi)
Halldór Þorvaldsson Kroppstöðum
Jónatan Magnússon Hóli
Páll Rósinkransson Kirkjubóli eigandi
Kristjan B. Guðleifsson Kirkjubóli eigandi
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12 júlí 1921 Gjald 2 – tvær krónur