Hvilft í Önundarfirði

Nr. 244,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a. Landamerki milli Hvilftar og Eyrar: 
Innanvert við grænt dý í fjallinu eru reist hvítmáluð merki í beinni línu til sjávar, og frá 
merkjunum er bein lína til fjalls að hreppatakmörkum. 
Þess skal getið að Hvilft helgar sér, samkvæmt undirréttardómi, beit alt árið, fyrir sínar eigin 
skepnur, fyrir utan Klofningshrygg og 2/5 – tvo fimtu hluti – úr vertollum á Kálfeyri. 
B. Milli Garða og Hvilftar, girðing (Garður) merkjum, það sem hún nær og niður eins og hún 
vísar til sjávar. En til fjalls (fjalls) eins og girðing vísar í læk þann eða gil, sem rennur niður úr 
svokölluðu Sauðanesflesi, en þaðan ræður téð gil og stefna þess merkjum á fjallsbrún. 
Hvilft á tveggja mánaða ásauðabeit í Garðadal. 
Hvilft 11. júlí 1921 
F.h. Þuríðar Magnúsdóttur Kr. Ásgeirsson 
F.h. Ragnheiðar Magnúsdóttur Kr. Ásgeirsson. 
Finnur Finnsson. 
F.h. Kristjáns Torfasonar Ásgeir Torfason 
Guðmundur Jónsson. 
Jón R. Stefánsson. 
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi að Flateyri 12. júlí 1921 
Gjöld 2 - tvær krónur
Kort