Uppskrift
a. Milli Hvilftar og Eyrar:
Innanvert við grænt dý í fjallshlíðinni eru reist hvítm. merki í beina línu til sjávar, og frá
merkjunum er bein lína til fjalls að hreppatakmorkum
b. Milli Flateyrartanga og Eyrar: Er þar sem Flateyrartangi sker sig út úr Eyrarlandi sbr.
afsalsbréfi bókað d. 23. nóv. 1860 – eða frá svonefndum Fjósbökkum beina sjónhendingu eftir
svonefndum bökkum strandlengis með Hvilftarströnd
c. Milli Staðar í Súgandafirði og Eyrar:
Úr „Rauf“ eða Klauf í fjallsbrún fremst á Sauðarnesi beina leið til sjávar, þar sem Sauðanes
skerst lengst fram út.
Þess skal getið að Hvilft helgar sér, samkvæmt undirréttardómi, beit alt árið fyrir sínar
eigin skepnur fyrir utan „Klofningshrygg“ og 2/5 – tvo fimmtu úr hluti úr vertollum á Kalfeyri.
Holtskirkja telur sér hvalreka að einum sjötta „1/6“ hluta á svæðinu frá „Rauf“ að dalsá.
Solbakka 8 júlí 1921
F.h. Krisjáns Torfasonar Ásgeir Torfason.
F.h. Þorvarðar Brynjólfssonar prests á Stað Kr. Ásgeirsson.
Finnur Finnsson.
Jón R. Sveinsson.
F.h. Þuríðar Magnúsdóttur Kristrún Friðriksd.
F.h. Ragnheiðar Magnúsd. Kristrún Friðriksdóttir.
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi að Flateyri 12 júlí 1921
Gjald 2 - tvær krónur