Uppskrift
a. Milli kotsins Betaníu og Vífilsmýrar er þverá eða lækur, er rennur Hestsá innanvert við
Betaníu.
b. Vífilsmyrar eiga slægjur austanvert við Hestá á svo kölluðum Eyrum, yfir að Kvíglænu, sem
eru aðgreindar með gaddavírsgirðingu þeirri, er liggur frá Kvíglænu inn með svokölluðum
Floguparti og inn fyrir Hrossavík
c. Milli Kroppsstaða og Vífilsmyra er Hestá utan eyri sú, sem Vandeyri er nefnd, er liggur
austan við Hestá og er aðskilin með girðingu
d. Merkin milli Hóls og Vífilsmýr: Þau eru eftir girðingu þeirri, sem liggur frá Hestá og upp í
„Einhamar“ sem stendur beint á „Kollulág“ og eftir sjónhendingu þaðan beint á fjallsbrún.
Vífilsmýrum 11 júlí 1921
F.h. Kristjáns Torfasonar Ásgeir Torfason.
Halldór Þorvaldsson eigandi Kroppsstaða.
Páll Rósinkransson eigandi Kirkjubóls.
F.h. Sigríðar Gísladóttur Kr. Ásgeirsson.
Kristján Magnússon eigandi Hóls
Guðmundur Jóhannesson eigandi Vífilsmýra
Guðmundur Einarsson ábúandi Vífilsmýrum
Guðmundur Á. Einarsson.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi á Flateyri 12 júlí 1921 Gjald 2 – tvær krónur