Hóll í Firði í Mosvallahreppi

Nr. 241,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a. Milli Tungu og Hóls: Eftir Tungua, sem rennur í norður af fjallsbrún og að árfarvegi þeim, 
er sjá má við neðstu rönd holta þeirra, sem liggja untanvert við Tunguá á móts við Tungubæ 
ofanvert 
b. Milli Hóls og aðliggjandi jarða: Er Hestá aframhaldandi merki út að svo nefndri Breiðeyri, 
sem er austanvert við Breiðá Hestá. Þar er merkið eftir svo nefndu Breiðeyrarmerki og í Sýki. 
Úr Sýkinu beint vestan í Hestá í hornið á girðingu þeirri sem ræður. 
c. Merkjum milli Hóls og Vífilsmýrar þau eru eftir girðingu þeirri sem liggur frá Hestá og upp 
í einhamar sem stendur í „Koltulág“ og eftir sjónhending þaðan beint í fjallsbrún. 
Hóli 10. júlí 1921 
Jónatan Magnússon bóndi, 
F.h. föður míns G. Bjarnasonar eiganda 
Lárus Guðmundsson Hesti, 
Jens Jensson eigandi Tungu 
Guðmundur Jóhannesson eigandi Vífilsmýra 
Guðmundur Einarsson ábúandi Vífilsmýrum, 
F.h Kristjáns Torfasonar – Ásgeir Torfason, 
F.h. Sigríðar Gísladóttur – Kr. Ásgeirsson. 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12. júlí 1921. Gjald 2.- tvær kr.
Kort