Uppskrift
Milli Garða og Hvilftar ræður girðing (garður) merkjum, það sem hún nær, og niður, eins og
hun vísar til sjávar. En til fjalls eins og girðing vísar í læk þann eða gil, sem rennur niður úr
svo kölluðu Sauðanefsflesi, en síðan ræður téð gil og stefna þess merkjum á fjallsbrún.
Hvilft á tveggja mánaða ásauðbeit á Garðadal.
Milli Garða og Hóls ræður Hólsá merkjum milli fjalls og fjöru
Merkjaskrá þessa samþykkjum við undirritaðir eigendur og umráðamenn ofannefndra
jarða.
Gjört að Görðum 17 júlí 1920
Guðmundur Jónsson. Finnur Finnsson. Kristján Torfason.
Þuríður Magnúsdóttir. Jón R. Sveinsson.
Kristrún Friðriksdóttir fyrir hönd Ragnh. Magnúsdóttur.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12 júlí 1921
Gjald 2 – tvær krónur.