Hafurhestur í Önundarfirði

Nr. 238,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
1921 
Að austanverðu ræður áin Korpa merkjum heim að Kroppsstaðamerki, en þar liggur það eftir 
gömlum farveg niður eyrar í svo nefnd Sýki, og úr því inn með Breiðeyri, sem tilheyrir Hóli, 
en eftir það liggur það eftir Hesta, nema þar sem það liggur eftir svo nefndri Hvolpalænu, en 
Tunga á það land, sem liggur milli ár og lænu. 
Alt beitiland er óskift milli Þorpsjarða sem eru: Hafurhestur, Efrihús, Neðrihús, og 
slægjuland óskift eiga þessar jarðir heimast á Hestdal er kallað er Samvinna, og fremst á 
dalnum, sem kallað er Leiti. Hafurhestur á tvo fimtu parta úr óskiftu landi. Úr skiftu slægjulandi 
á hann á Hestdal þessa parta: Gyrði, Hlaðspart, Votahvamm, Stagggarðsengi, Kökubungu, 
Seljaengi og Fremstaengi. Merki við þessa parta eru öll skýr og enginn ágreiningur. 
Slægjur átti Hafurhestur allar á Korpudal, en nú eru þar sama sem engar. 
Milli Þorpstúna eru skýr merki: Lækur milli Hests og og [svo] Efrihúsa og grjótgarður 
og skurður. Niðri, undan túninu á hann eyrnapart niður í Hestá. Utanvert við túnið á Hestur alt 
land nema lítinn part, sem liggur í vinkil, og eru glögg merki þar og enginn ágreiningur 
Gjört að Hafurhesti 20. mars 1921 af ábúanda og eiganda Guðmundi Bjarnasyni, 
Jónatan Magnússyni bónda á Hóli, Jens Jenssyni frá Tungu Páli Rósinkranssyni bónda á 
Kirkjubóli Kristjáni G. Guðleifssyni bónda á Kirkjubóli Þorvaldi Þorvaldssyni bónda á 
Efstabóli Elíasi Eiríkssyni bónda á Kroppsstöðum Kjartani Rósinkranssyni 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi á Flateyri 12. júlí 1921. Gjald 2 tvær kr.
Kort