Uppskrift
Að utanverðu er merkið úr Skeiðiskrók í svo nefndan merkisstein og þaðan eftir garðlagi til
fjalls. Að innan í læk, er rennur niður utantil við svokallaða Kirkjubólsurð í uppsprettu er kemur
undan urðinni og eftir lindinni í Korpu og eftir Korpu til sjóar.
Við undirritaðir vottum ofanrituð merki rétt að vera.
Gjört að Kirkjubóli 12. febr. 1921
Páll Rósinkransson bóndi Kirkjubóli
Kristján B. Guðleifsson bóndi í Kirkjubóli
Guðm. Kr. Guðmundsson eigandi Tannaness
Sigríður Jensdóttir Flateyri eigandi Tannaness
Einar Einarsson bóndi Tannanesi
Jón Sveinsson Veðrará.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12. júlí 1921 Gjald 2 - tvær krónur