Fremri-Breiðadalur í Önundarfirði í Mosvallahreppi

Nr. 235,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Neðri- og Fremri-Breiðadals er áin Þverá landamerki að neðanveðu, þar sem hún rennur 
nú utan til við tunjaðar Fremri-Breiðadals, og á hver jöð [svo] í ána miðja Þverá ræður því 
merkjum frá því sem hún kemur í Breiðadalsá og svo sjónhending í fjallsbrún. 
Landamerki að framanverðu eru: Lækur, sem rennur í Breiðadalsá, neðan til við neðri 
seltóttina, er landamerki í melholtsröndina að framanverðu, frá holtsröndinni eru 3 
merkjavörður hlaðnar, og eftir þeim sjónhending í fjallsbrún. 
Milli Fremri-Breiðadals og Veðrarar ytri er Breiðadalsá landamerki og á hver jörð í ána 
miðja. 
Breiðadal 11. júlí 1921 
Friðrik Guðmundsson (eigandi Fremri-Breiðadals) 
Eigendur Neðri-Breiðadals: 
Kr. Ásgeirsson. 
f.h. Kristjáns Torfasonar Ásgeir Torfason 
Þórður Sigurðsson 
Fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur Jón G. Guðmundsson 
Jón Guðmundsson fyrir Ytri-Veðrará 
Jón G. Guðmundsson fyrir Ytri-Veðrará 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi að Flateyri 12. júlí 1921 Gjöld 2 - tvær krónur.
Kort