Kroppstaðir í Korpudal

Nr. 234,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Merki milli Kroppstaða og Kirkjubóls eru 3 steinar á Álabrekkunum, og úr þeim yfir Stórholtið 
í lækjarfarveg sem er innan til við svo nefndan Bæjarhrygg, og eftir honum til fjalls. Aftur 
liggur merkið frá fyrnefndum steinum í Álabrekkunum, beint yfir að Hestá í auðkendann 
jarnstólpa, sem rekinn er niður á eystri árbakkanum. Eftir það ræður Hestá merkjum inn að 
Breiðeyri, að undann skildum litlum eyrartanga sem er frá Vífilsmýrum, og er hann fráskilinn 
Kroppstaðalandi, með girðingu. 
Merki milli Kroppstaða og Efstabóls, eru í svokallaða Merkislá er liggur frá Korpu 
beina línu til fjalls, Kroppstaðamegin í svokallaða tvísteina. 
Landamerki fyrir neðan Korpu eru eftir gömlum farveg, sem Korpa hefur áður runnið 
í, og skiftir hann því merkjum milli Kroppstaða, og Hests, og er hann óslitinn yfir í Hestá. 
Neðst er fyrnefndur áarfarvegur einnig merki á milli Kroppstaðaengjanna annars vegar 
og áðurnefndrar Breiðeyrar frá Hóli hins vegar og endar sem fyr er sagt við Hestá. 
Gjört á Kroppstöðum 21. jan. 1921. 
Jens Eiríksson Kroppstöðum 
Vjer undirritaðir vottum ofangreind merki rjétt að vera 
Páll Rósinkranzson Kirkjubóli 
Kristján B. Guðleifsson Kirkjubóli 
Guðmundur Bjarnason Hafurhesti 
Jónatan Magnússon Hóli 
Elías Eiríksson Kroppstöðum 
Guðm. Einarsson Vífilsmýrum 
Þorvaldur Þorvaldsson Efstabóli 
[á spássíu] Innf. 28/4 1921. Gjald 2. Kr.
Kort