Tunga við Skutulsfjörð

Nr. 231,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Tungu við Skutulsfjörð eru: Að innanverðu milli Tungu og Hafrafells 
ræður Úlfsá landamerkjum frá fjöru til Fjalls. Að utanverðu milli Tungu og Seljalands eru þessi 
landamerki: 
Um 60 faðma frá Seljalandstungarði rennur lítill lækur niður í Langa (það eru þvermerki) við 
upptok hans er varða, klappað á L.M. upp af henni er stór steinn í Mulanum klappað á LM. Frá 
þessum steini skal ríðandi maður fara eftir brúninni fram að Bunná og skal hann altaf sjá elsta 
Tungubæ (samanber Langa í Króknum) eftir það skiptir Búná löndum til fjalls. 
Landamerki hins svonefnda Kirkjuskógs innan Tungulands sem eru eign Eyrar og 
Hólsprestakalls eru að utanverðu Bunná að innanverðu Selskriða. 
fyrir hönd Eyrar og Holsprestakalls 
Þorvaldur Jonsson sóknarprestur 
Ég undirritaður sem hefi lengi átt heimili í Tungu við Skutulsfjörð og átt morg ár nokkurn hluta 
af henni votta hérmeð, að eg hefi frá fyrsta alltaf heyrt langamerki hins svonefnda Kirkjuskógs, 
sem er eign Eyrar og Holsprestakalls og liggur innan landamerkja nefndrar jarðar Tungu væru 
talin þessi: Að utanverðu Bunná að innanverðu svonefnd Selskriða allt svæðið frá fjallsbrún 
niður á láglendi. 
Þessu til staðfestu nafn mitt Naustum 26. Julí 1909 
Vottar. Jón Halldórsson fyrv. hreppstjori handsalað. 
Jón Halldórsson yngri 
Jón Jónsson 
Eg undirskrifaður sem lengi hefi verið bondi á Tungu votta hérmeð að framangreind 
landamerki Kirkjuskogsins hafa jafnan verið talin þessi sem að ofan eru greind. 
Naustum 26 Julí 1909 
Jón Jonsson 
Hérmeð votta eg undirskrifaður sem er fæddur og uppalinn í Skutulsfirði, að eg hefi alltaf heyrt 
að landamerki hins svonefnda Kirkjuskogs innan Tungulands í Skutulsfirði væru að utanverðu 
Bunná að innanverðu svonefnd Selskriða. 
Ísafirði 14. agust 1909 
Jon Halldorsson
Eg undirritaður Guðm. Sveinsson kaupm. Hnífsdal, sem er uppalinn í Tungu og Hafrafelli votta 
hérmeð, að ég hefi ekki heyrt annars getið en að landamerki svonefnds Kirkjuskógs væru, að 
utanverðu Bunná að innanverðu Selskriða. 
Hnífsdal 26 apríl 1909 
Guðm. Sveinsson 
Eg undirritaður sem er uppalinn á Hafrafelli hefi ekki heyrt annars getið en þau landamerki 
sem að ofan er getið seu rétt 
Bolungavík 23/9 1909 
Pétur Oddson 
Rétt Eptirrit staðfestir 
Magnús Torfason 
[á spássíu] Innk. til þingl. 4/6 10 
Gjald: Kr. 1. – ein króna Greitt 
Þingl 4-6 09 að Haugan.
Kort