Meiri-Bakki í Skálavík í Hólshreppi

Nr. 230,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Á rennur eftir miðri Skálavík, sem er kölluð Langá og rennur frá fjalli til sjáfar, í henni eru 2 
hólmar, þá á Meiribakki, þessi á er landamerki milli Meiribakka, Minnibakka og Breiðabóls. 
Í þessa Langá rennur á af fjalli, sem nefnd er Kroppstaðaá, hún er landamerki milli Meiribakka 
og Kroppstaða. 
Enn að vestan verðu er landamerki einn stakur klettur við sjó, norðan til við svonefndar háu 
Skriður, en vestantil við Mölvík sem kölluð er, beint upp af Klettinum er ytra Skálarhorn, sem 
kallað er, og á því vörðu broti, í það og Klettinn eru landamerki milli Keflavíkur og Meiribakka. 
Eigandi Meiribakka. Einar Jónsson. 
Eigandi Meiribakka. Sigurður Pétursson 
Eigandi Meiri-bakka Benedikt Bjarnason 
[á spássíu] Innk. til þinglesturs. 28. júlí 1909. 
Gjald: 1 – ein – kr. 
greitt. MT
Kort