Hafrafell í Skutulsfirði
Nr. 229,
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Að innanverðu milli Kirkjubóls og Hafrafells eru þessi landamerki: Varða fyrir ofan eldiviðar eða urðagötu svonefnda, sem farin er út og inn með hlíðinni og þaðan bein stefna ofan í læk þann, sem rennur í sjóinn skamt frá fjarðarhorninu. Frá svonefndri Vörðu að ofan bein sjónhending upp í fjallsbrún. Að utanverðu milli Tungu og Hafrafells skiptir Úlfsá landamerkjum frá fjalli til fjöru. Ísafirði 18. júlí 1908 Þessu til staðfestu nöfn undirritaðra Þorvaldur Jónsson Sóknarprestur Jón Halldórsson P.H. Jónsson (eigendur Kirkjubóls Ólöf Sveinsdóttir Eigandi í nokkrum parti í Tungu Rósmundur Jónsson eigandi í nokkrum parti í Tungu Vilhjálmur Pálsson Tungu Eigandi í nokkrum parti í Tungu Jón Jónsson Naustum. [á spássíu] Innk. til þingl. 23. júlím. 1908 Gj: 1 – ein – kr. Gr. M.T. Þinglesið 4-6-09 að Hauganesi