Hóll í Bolungarvík og Grundarhóll í Bolungarvík í Hólshreppi

Nr. 228,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
í Hólshreppi hafa eigendur beggja jarðanna komið sér saman um að væri þannig: úr hvalhaus 
þeim, sem næstur er Grundunum að innanverðu niður við sjóarkambinn og þaðan beina línu 
fram í svonefndan Markhrygg framan til við múrhúsin Syðradals megin við Ernirins og úr þeim 
hrygg bein sjónhending til fjallsbrúnar; á hinn veginn úr djúpum skurðenda við Hólsána fyrir 
ofan Grundarhól og þaðan beina línu í stein Hólsmegin við uppsprettulind, sem kemur útúr svo 
nefndum Hrossahjalla neðan undir Ernisfjallinu, og úr þeim steini bein sjónhending í 
Steinmann, sem er nýpa uppá Ernisröndinni. Enn fremur tilheyrir Grundarhóli engjarimi fram 
í svokölluðum Hólsengjum, og liggur rimi þessi frá Hólsá og það sem slegið verður uppeptir, 
með merkjum á báða vegi. Að öðru leyti heldur Hóll öllum gömlum réttindum sínum. 
Hóli 7. Júlí 1904. 
G. Oddsson. Magnús P. Tyrfingsson 
Á. M. Árnason Stefán Stefánsson 
Fyrir hönd verzlunar herra kaupm. Á Ásgeirssonar á Ísafirði og erfingja Sigríðar Bjarnadóttur. 
Árni Arnason 
[á spássíu] Innkomið til þinglýsingar. 12. Júlí 1904. 
Gjald: 1 – ein – króna 
Greitt. Gr. J. cst.
Kort