Uppskrift
Svonefndur „Bjartilækur“, sem rennur frá fjalli til fjöru, skilur lönd Skarðs og Sandeyrar. Fyrir
mynni lækjarins er steinn, sem sér á um flóð, en fjarar kringum um fjöru; skiptir steinn þessi
reka og fjörunytjum á svonefndu Bjartalæksrifi.
Landamerki milli Skarðs og Æðeyjar er lækur, nefndur „Rjóðralækur“, og stendur ein varða
utanvert við téðan læk.
p.t. Unaðsdal 20. maí 1892.
Páll Stephensen umráðamaður Skarðs.
Ásgr. Jónatansson Sig. Jósepsson Eigendur Sandeyrar.
G. Rósinkarsson Ragnhildur Jakobsdóttir Eigendur Æðeyjar.
[á spássíu] Þinglýst að Unaðsdal 20. maí 1892.
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.