Tunga í Dalamynni í Nauteyrarhreppi

Nr. 221,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Kvannadalsá greinir landamerki á milli Rauðamýrar og Tungu, fremst úr Kvannadal og niður 
að Langadalsá, og á milli Tungu og Arngerðareyrar ræður Langadalsá; en á milli Neðri-Bakka 
og Tungu eru landamerkin: vörður, sem hlaðnar eru, af fremra melshorni og sjónhending upp 
á brún utanhallt við svokallaðan Sjónarhól; þaðan í Stakksteina niður að Lágadalsá; frá 
Lágadalsá, austanvert, úr Þverkvísl og beint í Tröllholt, upp á brúninni; þaðan fram sem vötnum 
hallar (þar með talin til Tungu: Lágadals vatnadalur) og í Bæjardalsá fram. 
Arngerðareyri 2/2 1892 
Hannibal Jóhannesson (handsalað) Magnús Arnórsson Einar Magnússon Eigendur að Tungu. 
Jón Halldósson, eigandi að Rauðamýri. 
Ólafur Jónsson, eigandi að Lágadal 
Jakob Rósinkarsson, eigandi að Neðri-Bakka 
Jón Halldórsson, fullmektugur fyrir Neðri-Bakka 
[á spássíu] Þinglýst að Nauteyri. 17. maí 1892 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort