Uppskrift
Jörðin Hjallar í Ögurhreppi í Ísafjarðarsýslu á land frá fjöru til fjalls milli Merkjalækjar, sem
fellur úr Skarðsfjalli, milli Hjalla og Skarðs, og Hjallagils við innanverða Gilseyri. Jörðin á enn
fremur tilkall til almenninga Ögurhrepps í Hestfirði og Skötufirði.
Gjört að Ögri 16. maí 1892
Jakob Rósinkarsson (eigandi Hjalla og Skarðs)
Magnús Bárðarson.
[á spássíu] Þinglýst að Ögri 16. maí 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.