Ármúli við Kaldalón í Nauteyrarhreppi

Nr. 219,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Lónseyrar og Ármúla er áin Mórilla landamerki frá Drangajökli til sjávar, en þar sem áin 
hvíslar sig er nyrzta hvísl hennar ávallt landamerki. Milli Melgraseyrar og Ármúla er Selá 
landamerki til sjóar. Milli Ármúla og Laugalands er Selá landamerki, en Ármúli á svonefnt 
Haganes vestanvert við ána, en austanvert við svonefnda Haganeshvísl, hvar Selá rann til forna, 
og enn sézt merki til. – Milli Ármúla og Skjaldfannar er landamerki landamerkjalækur, sem 
rennur í Selá framan til við svokallaðan Gillirshöfða úr svokölluðum landamerkjalautum; 
þaðan beint upp eptir fjallinu í vörðu, sem á að hlaða á innsta enda á hjallanum, er liggur í beina 
sjónhendingu af læknum og þaðan beint inn í yzta og hæzta horn á Sjónarhól. Frá læknum og 
að hjallanum, þar sem krókur er, á að hlaða fimm vörður. 
p.t. Nauteyri í maí 1892. 
Gísli Bjarnason, eigandi Ármúla. 
Jón Halldórsson, eigandi Melgraseyrar. 
Gísli Steindórsson Ásgeir H. Ólafsson 
María Kristjánsdóttir. 
[Á spássíu] Innk. 4. maí 1892 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort