Uppskrift
Að framan eru merki miðuð frá svonefndu Grenshjallagili, sem er Kirkjubólsmegin í
Kirkjubólsdal. Úr gili þessu er miðað í Keldu Hofsmegin og á hæztu fjallsbrúnina fyrir framan
Múla. Þessi lína ræður niður að Kirkjubólsdalsá; þá ræður sú á, þar til er hún rennur í Sandaá,
en þá ræður Sandaá fram Brekkudal, fram fyrir svonefndan Djúpárdal. Þar er miðað í stein, er
nefnist Einbúi og beint á Bakka horn.
Söndum 1. maí 1890
Kristinn Daníelsson (p.t. beneficiarius)
Framanskrifuðum landamerkjum eru undirskrifaðir eigendur og umráðendur nærliggjandi jarða
samþykkir:
Fyrir Kirkjuból: Guðm. Eggertsson. Fyrir Hóla: Guðm. Jónsson
Fyrir Hof: Guðný Guðmundsdóttir Fyrir Bakka: Jón Jónsson
[á spássíu] Innk. 5. marz 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
ein króna
borgað SkTh.