Grandi í Dýrafirði

Nr. 217,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Að framan Merkiþúfa, er stendur við Sandaá; úr henni er miðað sniðhallt neðan við brekkuna 
hjá bænum og út í Reiðlág. Þaðan eru merkin sjónhending í Grænagarð, svo sem merkivörður 
sýna. Að neðanverðu ræður Grænigarður niður í Sandaá, og þá Sandaá fram að áðurnefndri 
Merkiþúfu. 
Grandi á upprekstur í Stúfudal. 
Söndum 1. maí 1890 
Kr. Daníelsson. 
Framanskrifuðum landamerkjum eru undirritaðir eigendur og umráðendur nærliggjandi jarða 
samþykkir: 
Fyrir Brekku: Jens Guðmundsson Fyrir Bakka: Jón Jónsson. 
[á spássíu] Innk. 5. marz 1892. 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort