Sandar í Dýrafirði

Nr. 216,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Sanda, sem er prestsetur (beneficium) eru þessi: 
Að neðanverðu milli Þingeyrar og Sanda er nefnt Garðsendi; það er gamall garður, er enn vottar 
fyrir beint frá fjalli til fjöru, en nes lítið framundan, er nefna má Garðsendanes. Þá er sjór út að 
Sandaá, en þá ræður Sandaá út fram 
Brekkudal allt að svo nefndum Grænagarði, en hann ræður 
frá ánni upp á fellsenda hinn innri, og þá fellsbrún út á móts við áðurnefnt Garðsendanes. 
Sandar eiga Galtardal allan, Brekku megin niður að svonefndum Grásteini, og sjónhending frá 
honum í Grandahorn, en Bakka megin niður að svo nefndu Litla-hvylftargili. 
Sandar eiga skógarhögg í Botni í Dýrafirði og frítt skipsuppsátur á Fjallaskaga. 
Söndum 1. maí 1890 
Kristinn Daníelsson (p.t. beneficiarius) 
Framanskrifuðum landamerkjum eru undirskrifaðir eigendur og umráðendur nærliggjandi jarða 
samþykkir: 
Fyrir Brekku: Jens Guðmundsson Fyrir Þingeyri: F. R. Wendel 
Fyrir Bakka: Jón Jónsson. 
[á spássíu] Innk. 5. marz 1892 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
ein króna 
borgað SkTh.
Kort