Lónseyri við Kaldalón

Nr. 214,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Bæja og Lónseyrar er landamerki lækur, nefndur landamerkjalækur, sem rennur til sjávar 
milli Búðarness og Hafnar kleifar, skilur lönd milli Bæja og Lónseyrar, frá sjó og uppá 
Miðbrún; þaðan er landamerki hæðsti fjallgarður, eptir sem vötnum hallar fram í Drangajökul. 
Milli Ármúla og Lónseyrar er áin Mórilla landamerki, frá Drangajökli til sjávar, en þar sem 
hún kvíslar sig, er ávallt nyrðsta kvíslin landamerki. 
Ármúla 12. júní 1891. 
Eigandi Lónseyrar: 
B. Gíslason 
Fyrir eigendur Bæja 
J. Rósinkarsson 
G. Bjarnason 
[Á spássíu] Innk. 13/2 1892 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort