Uppskrift
Milli Bæja og Lónseyrar er landamerki lækur, nefndur landamerkjalækur, sem rennur til sjávar
milli Búðarness og Hafnar kleifar, skilur lönd milli Bæja og Lónseyrar, frá sjó og uppá
Miðbrún; þaðan er landamerki hæðsti fjallgarður, eptir sem vötnum hallar fram í Drangajökul.
Milli Ármúla og Lónseyrar er áin Mórilla landamerki, frá Drangajökli til sjávar, en þar sem
hún kvíslar sig, er ávallt nyrðsta kvíslin landamerki.
Ármúla 12. júní 1891.
Eigandi Lónseyrar:
B. Gíslason
Fyrir eigendur Bæja
J. Rósinkarsson
G. Bjarnason
[Á spássíu] Innk. 13/2 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.