Uppskrift
Landamerki milli Bæjar og Suðureyrar eru í klett mitt á milli Kýrness og Vallarness; en milli
Bæjar og Vatnadals er Helguhóll merki, og þar þvert yfir dalinn. Samningur milli Bæjarmanna
og Vatnadalseiganda, að Vatnadalseigendur fái að byggja hús við sjóinn og hlöðu og ristu, sem
tekur um 30 kindur og hafa þar fjörubeit yfir veturinn, aptur fá Bæjar ábúendurnir sumarbeit
fyrir ærpening annað málið á fremri dal á Vatnadal eptir fráfærur (kvöldmál) til höfuðdags, og
reka kýr fram í stóru gröf annað málið á heimri dal á Vatnadal eptir fráfærur (kvöldmál) til
höfuðdags. Landamerki milli Staðar og Bæjar er Staðará, frá fjöru fram að Þverá, og Þverá
fram til fjalls.
6. júní 1891.
Eigendur Suðureyrar: Kr. Albertsson Þorbjörn Gissursson.
Eigendur Bæjar: Sigurborg Bergsdóttir Magnús Jónsson Guðm. Ásgrímsson Pálmi
Lárentíusson.
Eigendur Vatnadals: Þorbjörn Gissursson Jón Ólafsson Þórður Jónsson
Umboðsmaður Staðar: Janus Jónsson
[á spássíu] Innk. 13/2 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.