Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Brekku á Ingjaldssandi í Ísafjarðarsýslu eru þau, er nú skal greina:
Að neðanverðu milli Villingadals og Brekku ræður svo kallað Merkisgil (þ.e.
Merkigilshryggur) frá fjallsbrún og niður í Urðarfætur, þaðan bein sjónhending þvert yfir í
Langá. Svo ræður Langá landamerkjum upp eptir, milli Brekku annars vegar, en Hrauns og
Háls hins vegar, þar til Þverá rennur í hana, þá greinir Þverá land Brekku og Háls, og ræður
landamerkjum úr því til fjalls og á hæðstu heiði.
Jörðinni fylgir frítt skipa uppsátur við Sæbólssjóinn.
Þessu til staðfestingar eru nöfn vor.
Brekku 15. jan. 1891
G. H. Guðmundsson Guðrún Sakaríasdóttir Gísli Jónsson Eigendur Sæbóls.
Eigendur Villingadals. Ragnheiður Halldórsdóttir Kr. Bjarnason Eb. Sturluson Þ. Jónsson
prestur
[á spássíu] Innk. 6/2 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.