Uppskrift
Landamerki milli Selárdals og Gilsbrekku er djúpt gil, sem kallast Ytra-Áreiðargil, og nemur
frá fjallsbrún til fjöru; þar fram undan er stór steinn, sem kallaður er Áreiðarsteinn það fjarar
ekki að honum og flæðir ekki yfir hann, nema í stórstraumsflæðar; og milli Selárdals og
Norðureyrar er gil, sem kallað er Mígandi eða Mígandisgil. Selárdalur er kirkjujörð
Eyrarbrauðs í Skutilsfirði.
Gjört í Selárdal 24. nóv. 1891.
Eigendur Gilsbrekku:
Fyrir hönd Sigríðar Bjarnadóttur: Ólafur Gissursson. St.G. Stefánsson Jón Mattíasson Á.M.
Árnason.
Eigendur Norðureyrar:
Sigurborg Bergsdóttir Ól. Lárentíusson Steindór Sigurðsson G. Ásgrímsson fyrir hönd Kr.
Sigurðssonar Jóhannes Hannesson fyrir hönd Sigurfljóðar Sigurðardóttir.
[á spássíu] Innk. 6/2 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.