Uppskrift
Landamerki milli Dalshúsa og Kirkjubóls eru að framanverðu í Torfabrekkubrún, að
heimanverðu á því stykki eru merki í vörðu á Svartabakka, og þar skilur Dalsá milli Tungu og
Dalshúsa. Einnig eiga Dalshús frá garðinum, sem liggur fyrir framan Kirkjubóls og Dalshúsa
tún, beint frá Dalsá upp í fjallið, og að vörðunum fyrir utan Skáladal, er þær bera hver í aðra.
Ennfremur liggja slægnastykki, sem tilheyra Dalshúsum, innan um Kirkjubólsengjar. Stykkin
heita: 1. Stóripartur, innan til í engjunum, að stærð □ faðm. 13440. – 2. Sund, sem nær upp að
holtunum, heim að Hreggsnara, og þaðan ofan í garðhornið í Geldingaholtinu, stykkið er að
stærð □ f. 19890 þess utan eiga Dalshús skipsuppsátur og fjörubeit að jöfnu hlutfalli við
Kirkjuból.
Dalshúsum 31. dec. 1891.
Eigandi og umráðamaður Dalhúsa: Steindór Jónsson
Umráðamaður Tungu: Vigfús Eiríksson.
Umráðamenn Kirkjubóls: Eyjólfur Jónsson, Finnur Eiríksson.
[á spássíu] Innk. 3/2 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.