Uppskrift
samkvæmt lögum 17. marz 1882.
Landareign Neðri-Hnífsdals er frá ánni út að Nöðrulækjum á Óshlíð að neðan og í svokallaðan
Ara að ofan og fram í Hraungil, að frátöldu Búðartúni og slægjum frá því út að Skarfaskeri og
Stöðlaparti svo kölluðum upp af Hnífsdalstúni, (og einnig á Hnífsdalur á Eyrarhlíð frá gömlum
garði, sem liggur úr Bakkarönd niður til sjóar að utanverðu til fjalls og fjöru og í hæðsta
fjallstind að ofan upp af miðleitisgili beint niður til sjóar; 1/5 af ofangreindu haglendi og fjöru
tilheyrir Búð. Slægjuland Neðri-Hnífsdals er svo kallað „land“ fram með ánni að norðanverðu
upp að vörslugarði fram í ár krók móts við Bakkabæ og upp í „ausubakka“. Ennfremur frá
merkjagarði Hrauns fram með ofangreindri á fram að merkjaskurði milli fremri Hnífsdals og
neðri-Hnífsdals og upp að gömlum heybandsvegi.
Hnífsdal 26. maí 1886.
Kr. Kristjánsdóttir. Halldór Jónsson Eigendur Hnífsdals.
Samþykkir: Kr. Kjartansson. Þorv. Sigurðsson Guðm. Pálsson
Eigendur Óss: Fyrir hönd Guðnýjar Guðmundsdóttur: Ólafur Gissursson.
Fyrir Kaupstaðinn T. Markússon.
[á spássíu] Innk. 28/1 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.