Uppskrift
Utan: Steinn rétt ofan við hestagötuna utanvert við Grjótstekk merkt L.M. Bein sjónhending
þaðan til fjalls.
Inn.v.: Varða á bökkunum Stór steinn í miðjum engjunum, sem heitir Grásteinn þar um bein
sjónhending í urðarfótinn, sem nær lengst niður, og er innan til við Bæjarhjallann.
Á Grjótdal: Klöpp á klettum við ána merkt L.M. Varða á hjallanum fyrir utan Smalaskálaholtið,
þar um bein sjónhending í þrjá stóra steina ofantil við miðja hlíðina. Þar fyrir framan skilur
Uppsalaá lönd til fjalls.
Kirkjuland í Hestfirði: Frá Kofunefi inn að Seleyri úr Seleyri. Úr Seleyri beint til fjalls.
Kirkjuland á Sjötúnahlíð. Frá innri urð að Hamri. Kambsnes hefir slægjur þær, sem eru í
kirkjulandinu á móti beit, sem Eyri hefir á Kambsnesinu.
Í júní 1921
Jón Guðmundsson eigandi.
Samþykkur
Rögnvaldur Guðmundsson
Grímur Jónsson
Magnús Ásgeirsson.
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Súðavík 29 juni 1922