Uppskrift
Jarðirnar eiga land allt að Miðlyndislæk (í eldri skjölum kölluðum Mígandalæk) í svart berg,
sem lækurinn kemur fram úr, og beint á fjall upp; að utanverðu að landamerkjum Gerðhamra.
En að innanverðu eiga þær land allt í Kaldalæk, svo sem hann rennur og beint í fjall upp frá
upptökum hans.
Athugasemd: Lénsgarðar-parturinn „Leiti“ er innan þessara landamerkja en er í smá pörtum
hér og hvar innan um þessar eignir, og verða því ekki gefin sérskyld landamerki fyrir þeim
jarðarparti.
Alviðru 19. dec. 1891
Gísli Oddsson. G. Sakaríasdóttir Steinn Jónsson og Þorv. Magnússon, eigendur Alviðru.
Kr. Oddson, eigandi Núps.
Guðný Guðmundsdóttir (Eigandi Gerðhamra)
Þórður Ólafsson, fyrir lénsjörðina „Leiti“.
[á spássíu] Innk. 9/1 1892
Borgun:
Þingl: 0,75
bókun: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.