Uppskrift
Milli Haukadals og Sveinseyrar eru merkin eptir svokölluðum Merkishrygg, upp í fjallsrönd
og ofan í sjó úr tóuhúsi svokölluðu, en á milli Sveinseyrar og Arnarnúps í svokallað Ófærusker
fyrir innan Ófæru og beina sjónhendingu upp til fjalls, sem um er getið í Arnarnúps
landamerkjaskrá.
Þessu til staðfestu skrifum við nöfn okkar undir.
10/12 1891
Andrés Pétursson Ólafur Jónsson Magnús Jónsson Guðni Bjarnason Sturla Jónsson Ástríður
Jónsdóttir Eigendur Sveinseyrar.
Kr. Oddson Guðm. Eggertsson Eigendur Arnarnúps.
Ólafur Jónsson Jón Ólafsson Guðm. Eggertsson Eigendur Haukadals.
[á spássíu] Innk. 24/12 1891
Borgun:
Þingl: 0,75
bókun: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.