Slétta í Jökulsfjörðum í Sléttuhreppi

Nr. 199,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fátækrajarðarinnar Sléttu í Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu eru þessi: 
Að austanverðu (sem að Hesteyri veit) skilur lönd rauður klettur við sjó fram; þaðan er bein 
sjónhending upp eptir Deildarfjalli; þaðan er rétt stefna utanvert við Nónfjallsbungu upp eptir 
Tóarbrekku og í Klaufa; þaðan sem fjallsbrúnin heldur út að Fannardal, þar sem vötnum hallar 
út á Hnúka, eptir hæztu rönd þeirra vestur á Teistubrún. Þaðan ræður löndum Teistarönd að 
sunnanverðu ofan á Teistatítu. Frá henni er bein sjónhending niður á Sleppu við sjó fram innan 
vert við Hafnir. 
Sléttu 12. ág. 1889. 
Páll Sívertsen. Br. Þorsteinsson 
Guðni Hjálmarsson. 
Jens Guðmundsson. 
Guðm. Þosteinsson. 
Þorsteinn Jónsson. 
[á spássíu] Innk. 24/12 1891 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bókun: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort