Uppskrift
Að utan eru landamerki milli Þingeyrar og Sanda í gamalt garðbrot, er nefnist Garðsendi, og
liggur milli fjalls og fjöru, og í sker fram í fjörunni, er nefnist Garðsendasker. – Að innan eru
landamerki milli Hvamms og Þingeyrar af Sandafellsbrún niður eptir garðbroti gömlu, er
Ásgarður heitir, og fram til sjávar beina sjónhending í nes það, er Ásgarðsnes nefnist.
Þingeyri í maí 1891
F. R. Wendel
Kristján F. Einarsson for N. Chr. Grams Handel
handsalað Kristján Jónsson
Kristinn Daníelsson. Gísli Björnsson
Steinn Kristjánsson (handsalað) Jón Ólafsson (handsalað)
Andrés Pétrsson (handsalað)
[á spássíu] Innk. 10/11 1891
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna
borgað SkTh.