Uppskrift
Á rennur frá Vatnadalsbotni til sjáfar, austanvert árinnar standa bæirnir, fyrir neðan tún
í Neðri-Vatnadal, er hóll einn, sem Helguhóll er nefndur, í hann eru landamerki og svo þaðan
beint til fjalls, fyrst í hól, sem nefndur er Þrautahóll, þaðan í klettabeltisenda, sem kallað er
Hamraendi, þaðan í fjallsbrún neðan til við svonefnda húsahvylft.
Vestantil nefndrar ár í beinni stefnu í vestur (frá fyr nefndum merkjahólum austanvert.)
eru landamerki í hraunbarð eitt, sem liggur frá ánni, sem kallaður er Urðarkollur (Rauðkollur),
sem stendur í miðju hrauninu, auðkennilegur frá öðrum hraunhólum þar, þaðan liggur merkið
beint í fjall upp, sem nefnt er Sunddalshorn.
Athugasemd:
Erfikenningin, sögusögnin, sem borist hefir mann frá manni frá ómuna tíð, til nútíðar
manna, hefir greint sem hjer segir:
1. Að ábúendur Vatnadals og ábúendur Bæjar hafi sín á milli samið um, að Bæjarmenn fengju
beit hjer um bil að hálfu frá fráfærum til höfuðdags, vestantil á Vatnadal fyrir allan nytbæran
ásauð, sem reka átti að kvöldi en smala heim að morgni.
2. Að ábúendur Vatnadals fengju uppsátur fyrir skip, sem þeir ættu, hjá Bæjarmönnum og leyfi
til að hafa búð á stöðinni til íveru sem Bæjarmenn lofuðu að leggja til jarðefni en ekki viði til
endurgjalds fyrgreindum beitarafnotum
Samningur þessi er í mörgu óljós, þar ekki er neitt skriflegt skilríki, hvort þessi
samningur hefir verið milli einstakra manna (ábúenda) eða eigenda jarðanna, og átti að kjósa
gjöra hlutfall í rjettindum jarðanna, en það er víst að ekki var tekið neitt tillit til þessa við
virðing á dánarbúi Magnúsar sál. Guðmundssonar, og Bergljótar sál. Øssursdóttir konu hans
sem að mestu voru eigendur beggja jarðanna, og síðan hafa Bæjar menn þokað sjer fet fram af
feti upp á rjettindi Vatnadælanna, með að beita fjé og kúm frameptir. Vatnadalsmenn hafa að
vísu átt kost á uppsátrinu hjá Bæjarbúum, en hafa orðið nú á síðustu árum að hætta við það.
1, Vegna þess að verplazið er ekki nema fyrir 2 skip, sem þó verða ekki sett undan sjó
svo óhætt sje, vegna kletta, er liggja þvert fyrir uppsátrinu, klettar þessir eru sífellt að springa
fram, og brjóta þá bæði skip og vergögn sem þar eru, þá er mönnum ekki heldur óhætt, því opt
hefir legið við slyzum af grjótflugi frá klettum þessum, þar að auki af þessu þröngrými að
skotrað er til hliðar með uppsátrið, sem þeir hafa beðið tjón af. Af þessu hefir risið ágreiningur,
svo ekki er neitt samkomulag milli hlutaðeiganda nú sem stendur.
Vatnadals eigendur vilja gjöra og fá svo látandi samning:
1, Að Vatnadals rjettindi sjeu að meiga byggja fjárhús við árósinn og fá efni í það (nema að
viðum) hjá Bæjarmönnum góðmótlega og til að endurbæta þegar þarf.
2, Að Vatnadals rjettindi sjeu að hver hundraðshafi í Vatnadal 2 sauðkindur (þ.e. 32) á fjörubeit
við sjóinn í Bæ, frá veturnóttum til sumarmála þó ekki fyr en hýsa þarf og gefa í Vatnadal, og
ekki lengur en þar til jörð er komin til beitar aptur.
Hjer fær Bær aptur á móti rjettindi til beitar vestantil í Vatnadal og má reka á kvöldin
allan nytbæran fjenað og smala að morgni eins og hjer er um talað frá fráfærum til höfuðsdags.
Þó að kýrbeit hafi ekki verið í Vatnadal eptir því sem borizt hafa upplýsingar þar að
lútandi, fær Bær rjettindi til að reka þær fram í svo kallaða Stórugröf á kvöldin en að reka heim
að morgni frá fráfærum til höfuðdags
þó með því skilyrði að Sigurborg Bergsdóttir gefi okkur sannað
vottorð að svo hafi verið á því tímabili, sem hún bjó í Vatnadal, og beit sú hafi tilskilin verið
fyrir áðurnefnd uppsátur en ekki brúkað fyrir ábúðarrjett af Magnúsi Guðmundssyni sál. Þar
aptur á móti fái Vatnadalur þann rjett að byggja heyhlöðu við áðurnefnt fjárhús, og í árósnum
og Bær leggi til efni í veggi og þak
Ef Vatnadalur hefir ekki rjett til að byggja við áðurnefnt fjárhús hlöðu, á hann rjett að
hafa hey og brúka rjett sinn til fyllstu afnota á þess að fara yfir þau takmörk sem um er talað.
Þorbjörn Gissursson eigandi að 5 hundruðum í Vatnadal
Jón Ólafsson eigandi að 6 hundruðum í Vatnadal
ábúandi Þórður Jónsson fyrir hönd: Borgars Jónssonar eiganda að 3 hundr. í Vatnadal
12 december 1890
Samþykkt af eigendum Bæjar
Jóhannes Hannesson umráðamaður að 67 áln. í Bæ.
Handsalað: Pálmi Lárentíusson
Steinþór Sigurðsson
Handsalar: Magnús Jónsson
Guðmundur Ásgrímsson
Sigurborg Bergsdóttir
[á spássíu] Þinglýst að Suðureyri 9 júní 1891
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað Sk.Th.