Uppskrift
Milli Lækjar og Klukkulands ræður lína dregin úr efra skarðinu í stein í Kjóamýrarholti.
Milli Litla-Garðs og Lækjar eru merki frá Löngulágarenda, þar sem vegirnir skiptast
sjónhending í fremra skarðið.
Milli Lækjar og Fells frá Löngulágarenda, þar sem vegirnir skiptast út eptir móabörðum beint
í miðklettinn í Fellstaglinu.
Milli Lækjar og Mýra ræður hinn ytri hagagarður, að fráteknu því beitarítaki, sem Lækur á
hagagarða á milli, svo framt Lækjarábúendur uppi halda þeim innri hagagarði til móts við
Mýramenn.
Að utanverðu ræður Núpsá í sjó.
Holti 28 maí 1890
Janus Jónsson
Landamerkin samþykkir:
Guðný Guðmundsdóttir
G. H. Guðmundsson
Kr. Oddsson eigandi Núps.
[á spássíu] Þingl. að Mýrum 3. júní 1891
þingl: 0,75
bókun: 0,25
ein króna
borgað Sk. Th.