Uppskrift
Þórustaða.
Milli Betaníu (Kota) og Vífilsmýra ræður Hafradalsá.
Milli Betaníu og Mosvalla eru merki Tvísteinar, og úr þeim beint í Þverlænu; síðan ræður
Þverlæna til sjóar.
Milli Mosvalla og Kirkjubóls eru merkin úr dýi uppi í hlíðinni ofan í stakkgarð og úr honum í
Auga. Mosvellir eiga svo nefnda Sturlueyri.
Milli Kirkjubóls- og Holtslands ræður Hádegisá, en Kirkjuból hefir rétt til beitar í Mjóadal
öllum norðan Bjarnadsalsár.
Milli Kirkjubóls og Traðar ræður Bjarnadalsá; á einum stað skammt fyrir framan Kirkjuból
ræður forn farvegur árinnar.
Milli Holtslands og Traðar eru merki á svonefndu Seljaleiti.
Milli Holtslands á Gemlufjallsheiði og Mýralands greinast lönd þar sem vötnum hallar til
Dýrafjarðar.
Milli Holts og Vaðla ræður merkjum Vaðalbotnsskriða og Illakelda; Holt á Holtsfit og
Sjóarhólma.
Milli Holts og Þórustaða ræður merkjum Tvísteinn á hlíðinni, þaðan ofan í Hlíðarlæk, þá ræður
Hlíðarlækur á móts við Borustaði; þá eru merkin yfir Borustaði og utan til í Holtsteig.
Milli Þórustaða og Hjarðardals innri eru merkin þessi: Eptir Hálsröndinni ofan í Orminn og svo
eptir Djúpapytt til sjóar. Hjarðardalur innri á svonefnda Faxála.
Holti 27. maí 1890
Janus Jónsson
Landamerkjaskrá þessa samþykkja:
T. Halldórsson
Guðrún Jónsdóttir
Rósinkranz Kjartansson
Guðný Guðmundsdóttir
Guðrún Jónsdóttir.
[á spássíu] Þinglýst að Þórustöðum 2. júní 1891
þingl: 0,75,
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.