Uppskrift
Milli Efstadals og Eiríksstaða skilur varða við Laugardalsá og úr henni bein sjónhending úr
vörðu í miðjum dalbotninum; en milli Birnustaða og Eiríksstaða eru merki Klettavík við vatnið
og bein sjónhending upp í hundaþúfu á brúninni, en Eiríksstaðir eiga fría beit og skógarítak
ofan í Sellág í Birnustaða landareign. – Ögurkirkja á fría nautagöngu á Þverhlíð í Eiríksstaða
landareign.
Ögri 16. maí 1891
Jón Einarsson.
Einar Magnússon (Eigendur að Efstadals) Jónas Bjarnason (eigandi að Birnustöðum)
Guðm. Pálsson (Fyrir hönd Sigr. Bjarnadóttur eiganda að Eiríksstöðum)
Jónas Bjarnason (fyrir hönd G. Bárðarsonar, eiganda að Birnustöðum.[)]
[á spássíu] Þinglýst að Ögri 19. maí 189[1]
Borgun:
þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.