Uppskrift
Að sunnanverðu í vörðu á vatnsbakka og í vörðu á Götu hjalla enda; Hrafnabjörg eiga frítt
mótak við merkin í Birnustaða landi. Að austanverðu ræður brún; á norðanverðu úr vörðu á
bæjareyrinni beina sjónhending í hádegisvörðu á brúninni.
Hagakoti 10. maí 1891.
Kristín H. Jónsdóttir, eigandi Hagakots og Hrafnabjarga. Jón Magnússon
Jónas Bjarnason.
Guðm. Bárðarson.
[á spássíu] Þinglýst að Ögri 19. maí 1891
Borgun:
þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.