Uppskrift
Súðavíkurhreppi Gjörir kunnugt: Landamerki Hattardals minni eru sem hjer segir:
Milli Hattardals meiri og Hattardals minni ræður Langá merkjum, unz hún rennur í Hattardalsá,
sem þá skilur lönd til sjóar. Milli Hattardals og kirkjujarðarinnar Svarfhóls ræður Fjarðará
merkjum frá Valagiljum og sem vötnum hallar framan frá jökli. Óskipt upprekstrarland á
Hattardalur minni á móts við Svarfhól austan megin Fjarðarár, eður Klifhlíð alla frá
Fellshálsskarði út í Fjarðarhorn. Slægjubletti þá sem eru á sameignarlandi þessu, notar
Hattardalur annað árið en Svarfhóll hitt. Reka, landshluti og fjörunytjar á landi þessu eiga
jarðirnar til helminga.
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli
Skrifstofu Ísafjarðarsýslu 29 apríl 1891
Skúli Thoroddsen
Samþykkur
Sig. Stefánsson (prestur Øgurþinga)
[á spássíu] Innk. 29/4 ´91.
borgun
þingl. 0,75
bókun 0,25
1,00
borgað Sk. Th.