Uppskrift
Skúli Thoroddsen sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og umboðsmaður þjóðjarða í Sljettuhreppi.
Gjörir kunnugt: að landamerki milli Stakkadals og neðri Miðvíkur eru í Kleif og í Klömp fram
úr Kleifinni, og þaðan sjónhending eptir Mannhrygg, og svo sem fjallgarðsbrúnir segja.
Milli Stakkadals og Látra eru merkin úr Fimmþúfnaklakk og beina sjónhending í þúfu neðan
til við vatnið, og eru þar merki sett; svo eru merkin að ofan frá Múla fyrgreindum, og eru þar
merki sett stór steinn, sem upphaflegu var merkjasteinn, á hann er hlaðið fimm steinum; síðan
eru gjörð merki þaðan frá ofan í dálitinn bug ofan í krók á ánni, þaðan í sef við á áarmynnið,
og þar sett merki; síðan eru merkin yfir og í fyrgreinda þúfu fyrir neðan vatnið.
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli
Skrifstofu Ísafjarðarsýslu 29 apríl 1891
Skúli Thoroddsen
Merkjaskrá þessa samþykkir
Sigurður Gíslason eigandi Stakkadals.
[á spássíu]
Borgun
þingl. 0,75
bókun 0,25
1,00
borguð Sk Th.